Einföld lausn fyrir útboð

Með því að nýta þjónustu IPO er hægt að stilla upp útboði á hlutabréfum, skuldabréfum og kauprétti með einföldum hætti á skömmum tíma.
Eftir að lausnin er sett í loftið getur bæði almenningur og fyrirtæki skráð sig fyrir þátttöku í útboðinu með rafrænni innskráningu.

Hvernig virkar þjónustan?

1.
Umsjónaraðili gerir samning við Kóða ehf. um þjónustu IPO og fær aðgang að kerfinu á slóð með sínu nafni (xxx.ipo.is).
2.
Umsjónaraðili stofnar nýtt útboð og skráir inn allar upplýsingar, skilmála útboðs og hvenær útboð opnar og lokar.
3.
Umsjónaraðili auglýsir útboð og almennum fjárfestum er boðið að skrá sig.
4.
Fjárfestar geta skoðað útboð og skráð sig inn með rafrænum skilríkjum eða fengið lykilorð sent í heimabanka.
5.
Fjárfestar skrá inn tilboð á meðan opið er fyrir útboð.
6.
Umsjónaraðili vinnur úr tilboðum og sendir út greiðsluseðla.

Viðskiptavinir IPO.is

Gera samning um þjónustu

Kóði ehf. stendur að baki hugbúnaðinum sem IPO keyrir á.
Hafðu samband við Kóða með forminu eða sendu tölvupóst á netfangið help@kodi.is til að gera samning um þjónustu IPO.

Hafðu samband

Tengiliður fyrirtækis